Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Ný heimasíða Vímulausrar æsku

5.7.2006

Vímulaus æska hélt í gær upp á 20 ára starfsafmæli sitt og opnaði af því tilefni nýja heimasíðu, www.vimulaus.is. Borgarstjórinn í Reykjavík opnaði síðuna og á sama tíma opnuðu bæjar- eða sveitarstjórar stærstu sveitarfélaga landsins síðuna fyrir hönd síns sveitarfélags.

Af þessu tilefni sendi bæjarstjórinn á Seltjarnarnesi samtökunum Vímulaus æska eftirfarandi kveðju: Bæjarstjórn og íbúar Seltjarnarnesbæjar senda samtökunum Vímulaus æska árnaðaróskir í tilefni þessara merku tímamóta. Jafnframt er Vímulausri æsku óskað áframhaldandi velfarnaðar í því þarfa og góða starfi sem samtökin hafa sinnt með stakri prýði. Vonandi mun hin nýja og glæsilega vefsíða efla starf samtakanna enn frekar.

Með góðri kveðju,

Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri

Forsíða heimasíðu Vímulausrar æsku

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: