Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Líf og fjör á sumarnámskeiðum Seltjarnarness

26.7.2006

Börn á leikjanámskeiðiSumarnámskeið Seltjarnarness byrjuðu mánudaginn 12. júní. Í ár, líkt og fyrri ár eru í boði leikjanámskeið fyrir 6 til 9 ára börn, Survivor-námskeið fyrir 10 til 12 ára börn og smíðavöllur fyrir 8 ára og eldri. Hvert námskeið er 2 vikur í senn fyrir utan smíðavöllinn þar sem börnin mega koma að vild yfir allt sumarið. Alls eru fjögur námskeið yfir sumartímann og eru nú tvenn þeirra búin.

Börn á leikjanámskeiðiNámskeiðin hafa farið mjög vel af stað og eru börn sem og starfsmenn, ánægð með sumarið. Dagskráin hefur verið fjölbreytt og spennandi. Meðal annars hefur verið farið í bátsferðir með Björgunarsveitinni Ársæli, í fjölskyldu- og húsdýragarðinn og Slökkvistöðin heimsótt, búnar til skordýragildrur, haldnir indjánaþemadaga og orfurhetjuþemadaga, Hollendingarnir fljúgandi komið í heimsókn, hljómsveitin Bertel, haldið var dansiball og svo mætti lengi telja.

Barn á leikjanámskeiðiMikil aðsókn er á námskeiðin og má t.d. nefna að á bílastæðinu fyrir framan Valhúsaskóla hefur risið lítið þorp með rúmlega 25 kofum. Föstudaginn 21. júlí mun smíðavöllurinn halda sumarhátíð kl. 13.30 þar sem öllum bæjarbúum er boðið að kíkja á kofana, fá sér pylsu og sjá skemmtiatriði frá Hollendingunum fljúgandi og hljómsveitinni Bertel.

Börn á leikjanámskeiðiSíðasta námskeið sumarsins hefst 24. júlí. Enn eru nokkur pláss laus og fólki bent á að hafa samband við Félagsmiðstöðina Selið, 595-9177, til að fá frekari upplýsingar. Enn fremur er hægt að skoða myndir frá fyrri námskeiðum á heimsíðu Selsins, http://www.selid.is

 

Börn á leikjanámskeiði

Börn á leikjanámskeiði

Með sumarkveðju, starfsfólk og börn á sumarnámskeiðum SeltjarnarnessSenda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: