Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Pöntun skólamáltíða í rafrænu Seltjarnarnesi

17.8.2006

Í framhaldi af opnun á rafrænni þjónustugátt Seltjarnarnesbæjar síðast liðið vor fara pantanir á skólamáltíðum fyrir nemendur Mýrarhúsaskóla fram í gegnum þjónustusíðuna „Rafrænt Seltjarnarnes“ (sjá hnapp á forsíðu eða http://rafraent.seltjarnarnes.is).

Sama lag verður áfram á afgreiðslu matar og verið hefur (sjá upplýsingar og skilmála á /grunnskoli/stodthjonusta/motuneyti/myrarhusaskoli/) en í stað þess að pöntunarblöð séu send heim með nemendum ganga foreldrar frá pöntun á netinu. Með því að skrá sig inn á þjónustusíðuna með notandanafni og aðgangsorði fá íbúar aðgang að eigin síðu á vefsvæði Seltjarnarnesbæjar. Allir sem eru 18 ára og eldri geta skráð sig og fá við nýskráningu lykilorð sent í heimabanka sinn og með pósti. Við innskráningu stofnar hver og einn sitt einkasvæði á vefnum (Síðan mín) sem enginn annar hefur aðgang að. Þar eru geymd yfirlit yfir umsóknir og önnur erindi sem viðkomandi hefur sent inn rafrænt og þangað berast tilkynningar um framvindu þeirra mála sem eru í vinnslu. Ef upp koma vandamál má fá aðstoð með því að hringja á skrifstofu skólans í síma 5959200.

Foreldrar nýnema og nemenda í 1. bekk, sem þegar hafa skráð börn sín í skólann og eru búnir að ganga frá mataráskrift, eru beðnir um að staðfesta umsóknina á rafrænan hátt.

Nemendur í mötuneyti Mýrarhúsaskóla
Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: