Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Gervigrasvöllurinn vígður

31.8.2006

Gervigrasvöllurinn við Suðurströnd var formlega vígður á Gróttudeginum sem haldinn var hátíðlegur síðastliðinn laugardag að viðstöddu fjölmenni. Vígslan fór fram á hinum árlega Gróttudegi knattspyrnudeildarinnar. Við vígslu gervigrasvallar - Lárus B. Lárusson

Formaður æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarnarness, Lárus B. Lárusson flutti ávarp við vígsluna og sagði þar meðal annars að nú væri langþráður draumur knattspyrnumanna á Seltjarnarnesi um bætta aðstöðu orðinn að veruleika.

Við vígslu gervigrasvallar - Jónmundur Guðmrsson

Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri, klippti á borðann ásamt Garðari Guðmundssyni, stofnanda Gróttu. Sóknarprestur Seltjarnarneskirkju, séra Sigurður Grétar Helgason fór síðan með stutta bæn og blessaði völlinn.

Við vígslu gervigrasvallar - séra Sigurður Grétar Helgason

Við vígslu gervigrasvallar

Við vígslu gervigrasvallar

Myndirnir tók Haukur HarðarsonSenda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: