Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Um 1.500 manns lesa heimasíðu Seltjarnarnesbæjar á viku

11.9.2006

Sífellt fjölgar notendum heimasíðu Seltjarnarnesbæjar, www.seltjarnarnes.is. Samkvæmt samræmdri vefmælingu Modernus hafa að meðaltali 1.500 manns lesið um 16.000 blaðsíður á síðunni í viku hverri undanfarið ár. Mest hafa rúmlega 2.000 manns heimsótt síðuna á viku og mest hefur verið flett ríflega 23.000 síðum á viku.

Af einstökum síðum er heimasíða grunnskólans vinsælust en einnig er myndasíða Mánabrekku fjölsótt. Frá árinu 2004 hefur notkun síðunnar vaxið um 200% og með tilkomu aukinnar rafrænnar þjónustu á Rafrænu Seltjarnarnesi má gera ráð fyrir að svipaðri þróun áfram.Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: