Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Minnihlutinn skorar!

14.9.2006

Hið árlega golfmót bæjarstjórnar Seltjarnarness og stjórnar Golfklúbbs Ness fór fram á dögunum. Að venju var hart barist og mátti oft sjá margar kylfur á lofti þegar torfur, tí - og á stundum kúlur - svifu í glæstum bogum um golfvöllinn á Seltjarnarnesi.

Bæjarstjóri og formaður GN, Eggert Eggertsson léku saman og voru í forystu framan af móti en þegar upp var staðið reyndist Sunneva Hafsteinsdóttir, annar af fulltrúum minnihlutans í bæjarstjórn, hlutskörpust og vann að lokum glæstan sigur í félagi við Arngrím Benjamínsson.

Arngrímur Benjamínsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Ásgerður Halldórsdóttir, Geirarður Geirarðsson, Jónmundur Guðmarsson og Eggert EggertssonÁ myndinni eru frá vinstri: Arngrímur Benjamínsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Ásgerður Halldórsdóttir, Geirarður Geirarðsson, Jónmundur Guðmarsson og Eggert Eggertsson (c) 2006 Árni Halldórsson

Í kjölfarið sigldu Jónmundur Guðmarsson og Ágerður Halldórsdóttir, forseti bæjarstjórnar sem bæði teljast liðtækir golfarar en máttu sín lítils gegn yfirburðum Sunnevu.

Minnihlutinn hélt því uppi heiðri bæjarstjórnar í hinu árlega móti að þessu sinnu með öflugri sveiflu.Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: