Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Verndum þau - námskeið um ofbeldi gegn börnum og unglingum

19.9.2006

Erlendur Kristjánsson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Ólöf Ásta Farestveit, Steingerður Kristjánsdóttir og Þorbjörg SveinsdóttirÍ september hleypti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, formlega af stokkunum landsverkefninu „Verndum Þau“ á kynningarfundi í félagsmiðstöðinni Selinu á Seltjarnarnesi. Í verkefninu felst að menntamálaráðuneytið og Félag fagfólks í frítímaþjónustu munu standa fyrir námskeiðum á næstu mánuðum um hvernig bregðast eigi við vanrækslu eða ofbeldi gegn börnum og unglingum.

Námskeiðin eru byggð á efni bókarinnar „Verndum þau“ og eru ætluð öllum þeim sem starfa með börnum og unglingum hjá sveitarfélögum, íþróttafélögum, æskulýðsfélögum og öðrum þeim sem áhuga hafa. Höfundar bókarinnar, þær Ólöf Ásta Farestveit uppeldis-og afbrotafræðingur og Þorbjörg Sveinsdóttir sálfræðingur stýra námskeiðunum.

Flest börn búa við öruggt og friðsælt umhverfi, heima, í skóla, leik- og frístundastarfi. Því miður á þetta ekki við um öll börn. Á Íslandi eru börn sem eiga undir högg að sækja, búa við vanrækslu eða eru beitt ofbeldi – líkamlegu, kynferðislegu eða andlegu. Það er mikilvægt að þeir sem starfa með börnum og unglingum séu meðvitaðir um skyldur sínar og ábyrgð og geti lesið í vísbendingar um að vanræksla eða ofbeldi eigi sér stað geng börnum. Nánari upplýsingar um námskeiðin veitir Félag fagfólks í frítímaþjónustu.

fagfelag@fagfelag.is.

www.fagfelag.isSenda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: