Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

ÆSÍS hyggst bæta aðstöðu til fimleika á Seltjarnarnesi

22.9.2006

Stúlkur í Fimleikadeild GróttuÆskulýðs- og íþróttaráð Seltjarnarness samþykkti nýlega að kanna hvaða leiðir eru færar til að koma til móts við óskir fimleikadeildarinnar um bætta aðstöðu til iðkunar íþróttarinnar. Ráðgjöfum bæjarins hefur þegar verið falið að hefja vinnu við mótun tillagna um mögulega stækkun og breytingar á íþróttamiðstöðinni innan núverandi lóðamarka.

Nokkuð er þó í að ráðist verði í slíkar framkvæmdir en ÆSÍS hefur bent á að Seltjarnarnesbær hafi á undanförnum mánuðum varið umtalsverðum fjárhæðum í endurbætur á sundlaug og byggingu gervigrasvallar við Suðurströnd. Áætluðum framkvæmdum íþróttamannvirkja sem þegar hafi verið ákveðnar sé ekki lokið og sú stefna hafi verið mörkuð að ljúka þeim áður en ráðist verði í aðrar endurbætur á Íþróttamiðstöð Seltjarnarness.Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: