Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Tómstundastyrkir fyrir börn og ungmenni á Seltjarnarnesi

25.9.2006

Hressir krakkarBörn og ungmenni á Seltjarnarnesi munu eiga kost á tómstundastyrkjum vegna yfirstandandi skólaárs nái tillaga meirihluta íþrótta- og æskulýðsráðs bæjarins fram að ganga. Styrkir af þessu tagi voru eitt af stefnumálum núverandi meirihluta fyrir sveitarstjórnarkosningarnar síðast liðið vor.

Markmiðið er að öllum börnum og ungmennum á Seltjarnarnesi verði auðveldað að sinna uppbyggilegu tómstundastarfi óháð efnahag fjölskyldna en styrkurinn mun nýtast í hverskyns íþrótta-, lista-  og tómstundaiðkun á höfuðborgarsvæðinu. Styrkurinn nemur 25.000 kr. á barn á ári 6 til 18 ára og er stefnt að því að styrkurinn geti komið til greiðslu vorið 2007 á grundvelli umsókna.

Seltjarnarnesbær hefur stutt vel við starfsemi íþróttafélaga í bænum og veitir hlutfallslega meira fé til íþrótta- og æskulýðsmála en önnur sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins ef marka má Árbókk sveitarfélaga. Ekki verður dregið úr þeim stuðningi með tilkomu tómstundastyrkjanna heldur er um hreina viðbót til íþrótta og tómstundamála að ræða.

Markmið tillögunnar er að hvetja til tómstundaiðkunar barna og ungmenna en um leið að auka valfrelsi þeirra þar sem styrkurinn er ekki bundinn við íþróttiðkun heldur nær til hvers kyns tómstunda. Rannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægi þess að börn taki þátt í tómstundum og er vonast til að styrkurinn verði fjölskyldum hvatning í þá átt.Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: