Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Nemendur úr Lúðrasveit Tónlistarskóla Seltjarnarness sýna aftur söngleikinn Sálsveitina skuldbinding

13.11.2006

Nemendur í Lúðrasveit SeltjarnarnessSíðastliðið vor frumfluttu nemendur Tónlistarskólans söngleik byggðan á kvikmynndinni The Commitments. Var það samdóma álit þeirra sem sáu sýninguna þá að hún hafi verið frábær skemmtun, sniðug sviðsetning, gleðiríkur leikur í bland við frábæran flutning á bráðskemmtilegri tónlist.

Vegna hvatningar fjölmargra sem sáu sýninguna verður hún sýnd aftur fjórum sinnum, 13. 14. og 15. nóvember í Félagsheimili Seltjarnarness. Miðapantanir hjá Kára H. Einarssyni, netfang: karihunfjord@gmail.com. Sjá einnig auglýsingu Táknmynd fyrir skjal sem ekki er aðgengilegt í skjálesaraPdf skjal 212 kb.

Nemendur Lúðrasveitar SeltjarnarnessSöngleikurinn segir frá hópi ungmenna sem stofnar hljómsveit, æfir og slær í gegn með tilheyrandi fyrirgangi og uppákomum. Rúmlega tuttugu ungmenni úr Lúðrasveitinni leika öll hlutverk og sjá jafnframt um hljóðfæraleik. Þau áttu líka ríkan þátt í leikgerðinni og lögun hennar að íslensku nútímasamfélagi. Leikstjórar eru Bryndís Ásmundsdóttir og Atli Þór Albertsson sem einnig sá um gerð handritsins. Tónlistarstjóri er Kári Einarsson.

Nemendur Lúðrasveitar Seltjarnarness

 Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: