Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Staða samkynhneigðar í fræðslu, jafnréttismálum og stefnu sveitarfélaga

24.11.2006

Samtökin 78 stóðu í byrjun mánaðarins fyrir málstofu um samkynhneigð eins og málefnið tengist fræðslu, jafnréttismálum og stefnu sveitarfélaganna í nágrenni Reykjavíkur.

Málstofuna sóttu fyrir hönd Seltjarnarnesbæjar þær Sigrún Edda Jónsdóttir, formaður skólanefndar og Margrét Sigurðardóttir, forstöðukona Selsins.

Að loknum erindum kynntu þau sveitarfélög sem fulltrúa áttu á málstofunni í stuttu máli hver stefna bæjarfélaganna varðandi jafnrétti og fræðslu um málefni samkynhneigðra væri. Sigrún Edda greindi frá jafnréttisáætlun bæjarins og sagði frá skóla- og fjölskyldustefnunum bæjarins sem samþykktar voru síðast liðið vor.Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: