Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Selkórinn til Vínar

6.12.2006

Selkórinn dvaldi í Austurríki fimmtudaginn 30. nóvember til 4. desember og hélt tvenna tónleika í Vín. Föstudaginn 1. desember tók kórinn þátt í aðventuhátíð í Ráðhúsi Vínarborgar og sunnudaginn 3. desember hélt kórinn tónleika í Péturskirkjunni sem er í hjarta borgarinnar.

Selkórinn í Vín

Kórinn flutti íslensk jóla- og aðventulög. Með í för var sópransöngkonan og Seltirningurinn Þuríður G. Sigurðardóttir sem söng með kórnum. Í Vín bættist básúnuleikarinn Helgi Hrafn Jónsson í hópinn.

Helgi Hrafn er fæddur og uppalinn á Seltjarnarnesi, hóf tónlistarnám sitt í Tónlistarskóla Seltjarnarness og lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1998. Hann var í tónlistarnámi í Graz í Austurríki 1999-2004 og býr nú og starfar í Vín. Stjórnandi Selkórsins er Jón Karl Einarsson.Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: