Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Neshringurinn nánast skreyttur

12.12.2006

Jólaskreytingar 2006Seltjarnarnesbær er óðum að taka á sig jólalegan blæ enda styttist ört í jólin. Skreytingum á vegum bæjarfélagsins var að venju komið upp í endaðan nóvember og var að þessu sinni enn aukið við skreytingarnar. Skreytingar á staurum ná nú nánast allan hringinn um Seltjarnarnes. en áformað er auka enn frekar við og að hringnum verði lokað á næsta ári.

Að sögn garðyrkjustjóra Seltjarnarnesbæjar, Jólaskreytingar 2006Steinunnar Árnadóttur, eru viðbrögð bæjarbúa við skreytingunum að venju. „Eins og undanfarin ár hafa margir íbúar haft samband og lýst yfir ánægju sinni með viðbætur við skreytingarnar“, segir Steinunn. „Fólki finnst þetta hátíðlegt og fallegt, sérstaklega þegar lítið er um snjó en þá er auðvitað frekar dimmt yfir.“ Undanfarið hafa ljósaskreytingar síðan verið látnar vera uppi nokkuð fram í janúar og er ætlunin að gera hið sama nú.

 Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: