Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

ÍAV greiðir fyrir byggingarrétt á Hrólfsskálamel

19.12.2006

Íslenskir aðalverktakar hf. hafa gengið frá kaupum á byggingarréttinum á Hrólfsskálamel af Seltjarnarnesbæ. Greiðslan sem byggir á samningi aðila frá því í apríl síðast liðnum nemur tæpum 1.300 milljónum króna.

Samningurinn felur einnig í sér að Seltjarnarnesbær hefur tryggt lóð undir fyrirhugað hjúkrunarheimili á Lýsislóð sem nú er í hönnun á vegum Seltjarnarnesbæjar, Reykjavíkur og heilbrigðisráðuneytis. Íslenskir aðalverktakar hafa þegar hafist handa um hönnun bygginga á grundvelli fyrirliggjandi deiliskipulags sem staðfest var af Skipulagsstofnun í október síðast liðnum.Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: