Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Vinnuskóli Seltjarnarness, smíðavöllur og matjurtargarðar

25.5.2004

Vinnuskóli Seltjarnarness verður settur 9. júní nk. kl. 20:00 í Íþróttahúsi Seltjarnarnarness. Æskilegt er a foreldra/forráðamaður mæti með börnum sínum við setningu skólans.

Unglingar fæddir 1988 vinna 8 stundir á dag, 4 daga vikunnar í júní, júlí og mögulega fram í ágúst. Unglingar fæddir 1989 og 1990 vinna 4 stundir á dag 4 daga vikunnar, annars vegar fyrir (15 ára) og hins vegar eftir (14 ára ) hádegi. Aðsetur vinnuskólans verður í sumar á Vallarbrautarvelli og helstu verkefni hans eru líkt og undanfarin ár snyrting og umhirða opinna svæða, gróðursetning sumarblóma, málun leiktækja, hreinsun stétta ásamt garðslætti* fyrir þá öryrkja og ellilífeyrisþega sem þess óska. Félagslíf er gott í vinnuskólanum og ýmislegt gert til skemmtunar milli þess sem unnið er. Haldinn er íþróttadagur, keiludagur og farið er í skemmtiferð í lok sumars.

Smíðavöllur og matjurtagarðar.

Starfrækur verður smíðavöllur á lóð Valhúsaskóla í tengslum við leikja- og fræðslunámskeið barna en skólagarðar verða aflagðir í ár. Aðsókn hefur dregist saman síðustu ár og þótti ekki fært að halda úti starfsemi á þeim grundvelli. Aftur á móti eru matjurtagarðar líkt og áður leigðir út á vegum bæjarins. Um er að ræða 50m2 beð og er leigugjald kr. 1.000.- Tekið er á móti umsóknum um garða í síma 595 9124.

* Tekið er á móti beiðnum um garðslátt fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega í síma 595 9190.Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: