Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Jarðvinnu í tengslum við ljósleiðaralagningu lokið

8.1.2007

Stuttu fyrir jól lauk jarðvinnu í tengslum við lagningu ljósleiðarans. Heimlögn er því komin að nánast öllum byggingum á Seltjarnarnesi og er nokkuð síðan tenging lagna innan húss komst á fullt skrið. Ýmsir þættir verksins eru nokkuð á eftir áætlun en í heild miðar vel.

Birgir Rafn Þráinsson og Árni Pétur JónssonBirgir Rafn Þráinsson, framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur og Árni Pétur Jónsson, forstjóri Vodafone

Í byrjun janúar var gengið frá samningi milli Gagnveitu Reykjavíkur og Vodafone um heimilisþjónustu um ljósleiðara Gagnaveitunnar. Í samningnum fellst að Vodafone mun framvegis veita þjónustu fyrirtækisins við heimili yfir ljósleiðaranet Gagnaveitu Reykjavíkur. Vodafone er stærsti einstaki aðilinn sem samið hefur verið við um aðgang að ljósleiðaranetinu. Vodafone mun bjóða tengdum heimilum síma, internet og sjónvarpsþjónustu yfir netið en nú þegar veita Hive, Hringiðan, Samfélagið og FastTV þjónustu yfir ljósleiðaranet Gagnaveitu Reykjavíkur.

Nú um áramótin tók nýtt hlutafélag, Gagnaveita Reykjavíkur ehf., við rekstri ljósleiðaranetsins, sem Orkuveita Reykjavíkur hefur byggt upp síðustu ár. Gagnaveitan er að fullu í eigu Orkuveitunnar. Markmiðið með stofnun sérstaks fyrirtækis var að skerpa skilin á milli fjarskiptarekstursins og reksturs annarra veitna. Stærsta verkefni Gagnaveitu Reykjavíkur er áframhaldandi ljósleiðaravæðing heimila. Samkomulag hefur verið gert við um tug sveitarstjórna um ljósleiðaraleiðaratengingu heimila og ná áformin nú til um helmings þjóðarinnar.

Samhliða samningi um aðgang Vodafone að ljósleiðaranetinu tekur Vodafone við rekstri dreifikerfis fyrir dreifingu sjónvarpsefnis um ljósleiðarann. Eftir sem áður stendur þessi dreifileið öðrum efnis- og þjónustuveitum til boða.Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: