Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Deiliskipulag skóla- og íþróttasvæðis staðfest

17.1.2007

Í samræmi við skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997 með síðari breytingum hefur bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkt deiliskipulag á Suðurströnd, skóla- og íþróttasvæði.

Tillaga að deiliskipulagi Suðurstrandar, skóla- og íþróttasvæðis var í kynningu frá 29. september 2006 til og með 30. október 2006 og var samþykkt í bæjarstjórn Sel­tjarnarnes­s hinn 13. desember 2006.

Deiliskipulagið hefur hlotið þá meðferð sem skipulags- og byggingarlög mæla fyrir um og öðlaðist gildi í byrjun árs. Hið nýja deiliskipulag skóla- og íþróttasvæðis er meðal annars forsenda fyrir byggingu líkamsræktar í tengslum við Sundlaug Seltjarnarness og áhorfendastúku við gervigrasvöll við Suðurströnd. Skóla- og íþróttasvæðiSenda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: