Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Verkefnisstjórn um hjúkrunarheimili tekin til starfa

24.1.2007

Sérstakur starfshópur skipaður af heilbrigðisráðherra um byggingu hjúkrunarheimilis á Lýsislóð kom saman til fyrsta fundar í upphafi árs. Hópnum er ætlað að vinna að frumáætlun sem lögð verður fyrir fjármálaráðuneytið auk þess að taka ákvarðanir um gerð og framgang húsnæðisins á hönnunartíma.

Hópurinn er skipaður aðilum frá Seltjarnarnesbæ, Reykjavíkurborg og ráðuneytinu en eins og kunnugt er var í maí síðast liðnum undirritað samkomulag milli þessara aðila um að byggja sameiginlega hjúkrunarheimili á horni Eiðsgranda og Grandavegi.

Samkvæmt vinnuáætlun heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins um framkvæmdir á árunum 2006 til 2012 er miðað við að byrjað verði að byggja heimilið í byrjun árs 2008 og taki eigi lengri tíma en 18-24 mánuði þannig að það megi taka í notkun eigi síðar en um áramót 2009/2010.Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: