Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Fyrsta skóflustunga tekin að 1.500 fm heilsuræktarstöð á Seltjarnarnesi

18.1.2007

Við skóflustungu að heilsuræktJónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, tók í dag fyrstu skóflustunguna að nýrri 1.530 fm heilsuræktarstöð World Class sem staðsett verður við hlið Sundlaugar Seltjarnarness. Verklok eru áætluð í september næstkomandi en byggingarkostnaður er áætlaður um hálfur milljarður króna. Landsbankinn annast fjármögnun verksins.

Nýja heilsuræktarstöðin verður búin fullkomnasta búnaði til heilsuræktar og öll aðstaða verður eins og best verður á kosið. Í stöðinni verður auk líkamsræktaraðstöðu, æfingasalir, baðstofa og ýmis þægindi í takt við heilsuræktarstöð World Class í Laugum. Stöðin verður á tveimur hæðum og gengið inn um núverandi anddyri að sundlaug. Gestir munu tengjast útisvæði sundlaugarinnar og hafa allan aðgang að henni.

Bæjarstjóri tekur skóflustungu

Eigandi nýju World Class stöðvarinnar eru Laugar ehf. en rekstraraðili Þrek ehf. World Class á rætur að rekja aftur til ársins 1985 en í dag eru þrjár heilsuræktarstöðvar reknar undir merkjum World Class hér á landi og 15 í Danmörku. Hérlendis eru stöðvar World Class í Spönginni í Grafarvogi, í húsi Orkuveitunnar við Bæjarháls og í Laugum í Laugardal, stærstu heilsuræktarmiðstöð landsins. Korthafar eru um 13.000. Í undirbúningi er heilsuræktarstöð á 16. hæð í turnbyggingu í Smáranum sem ráðgert er að opna í janúar 2008. Á síðasta ári keypti Þrek heilsuræktarkeðju með 12 stöðvum í Danmörku og bætti fljótt þremur við. Fjöldi korthafa í Danmörku er um 30.000 en markmiðið er að tvöfalda fjölda stöðva og gesta á næstu tveimur árum.

Teikning af fyrirhugaðri heilsurækt

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: