Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Íþróttamenn Seltjarnarness fyrir árið 2006 eru Lilja Jónsdóttir og Kári Steinn Karlsson

29.1.2007

Kjör Íþróttamanns Seltjarnarness fór fram þriðjudaginn 23. janúar sl. að viðstöddu fjölmenni. Kjör Íþróttamanns Seltjarnarness hefur verið árviss viðburður síðan 1993 og er umsjón Æskulýðs- og íþróttaráðs (ÆSÍS), sem vill með þessu vekja athygli á gildi íþrótta, stuðla enn frekar að öflugu íþróttalífi á Seltjarnarnesi og láta íþróttafólk vita að bæjarfélagið styðji við bakið á því.

Lilja Jónsdóttir, Skúli Jón Friðgeirson, Kári Steinn Karlsson og Guðrún Þorvaldsdóttir

Tilnefnd til íþróttamanns Seltjarnarness fyrir árið 2004 voru Finnur Ingi Stefánsson, handknattleikur, Hrafn Jónsson, knattspyrna, Kári Steinn Karlsson, frjálsar íþróttir, Katrín Ómarsdóttir knattspyrna, Lilja Jónsdóttir, blak og Skúli Jón Friðgeirsson, knattspyrna.
Fyrir valinu urðu Lilja Jónsdóttir og Kári Steinn Karlsson

Kári Steinn Karlsson og Lilja Jónsdóttir

Lilja er ein af okkar bestu blakkonum á landinu. Hún hefur leikið með Þrótti undanfarin ár, þar á undan lék hún með Víkingi. Hún hefur leikið með landsliðinu síðan 2002.

Kári Steinn er besti langhlaupari landsins um þessar mundir. Hann slær hvert Íslandsmetið af öðru og er ósigrandi í 1500, 3000, 5000 og 10000 metra hlaupum. Einnig hefur honum gengið vel á mótum erlendis.

Afreksstyrkur

Formaður ráðsins Lárus B. Lárusson færði formanni fimleikadeildar Gróttu Þóru Sigurðardóttur afreksstyrk að upphæð 200.000 kr fyrir góðan árangur árið 2006. Árið 2006 var viðburðarríkt hjá fimleikadeildinni, til að mynda varð Sif Pálsdóttir Norðurlandameistari í fjölþraut, margir Íslandsmeistara- og bikartitlar unnust, þátttaka fimleikadeildarinnar á Evrópumeistara- og heimsmeistaramóti.

Efnilegt íþróttafólk

Ungt og efnilegt íþróttafólkÁsamt kjöri íþróttamanns ársins voru eftirfarandi efnilegu íþróttafólki veittar viðurkenningar: Guðmundur Örn Árnason golf - Kristinn Arnar Ormsson golf - Eva Katrín Friðgeirsdóttir fimleikar - Elín Margrét Björnsdóttir fimleikar - Guðmundur Bragi Árnason handknattleikur - Hörður Morthens handknattleikur - Helga Rún Hlöðversdóttir handknattleikur - Rannveig Smáradóttir handknattleikur - Sturlaugur Haraldsson knattspyrna - Atli freyr Sveinsson knattspyrna - Garðar Freyr Ólafsson sund - Kolbrún Jónsdóttir sund - Geir Elías Helgason sund - Snorri Sigurðsson frjálsar íþróttir - Stefán Atli Sigtryggsson fimleikar.

Félagsmálafrömuðir

Kristín Helga Magnúsdóttir og Kristinn Arnar Ormsson

Veittar voru viðurkenningar fyrir vel unnin störf í þágu æskulýðs- og tómstundamála. Þessir einstaklingar eru jákvæðar fyrirmyndir, leiðandi í félagsstarfi og búa yfir góðri samskiptatækni. ÆSÍS telur að þessi málaflokkur sé ekki síður mikilvægur en gildi íþrótta.

Þau sem hlutu viðurkenningarnar að þessu sinni voru Kristín Helga Magnúsdóttir og Kristinn Arnar Ormsson.

Guðjón Valur og Sif Pálsdóttir heiðruð

Sif Pálsdóttir og Erla Guðmundsdóttir

Lárus B. Lárusson formaður ÆSÍS færði þeim Sif Pálsdóttur fimleikakonu og Guðjóni Val Sigurðsyni handknattleiksmanni bókargjöf frá bæjarfélaginu en með bókargjöfinni var verið að heiðra þau og færa þeim smá virðingarvott og minningu um glæstan feril og glæsilegan árangur á sl. árum auk þess að vera bæði tilnefnd til íþróttamanns ársins árið 2006. Guðjón Valur æfði með Gróttu á sínum yngri árum og Sif hefur æft fimleika hjá Gróttu undanfarin ár. Erla Guðmundsdóttir tók við bókargjöfinni fyrir hönd Guðjóns Vals.Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: