Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Fasteignagjaldareiknir á vefnum

9.2.2007

Seltirningar geta borið útgjöld sín vegna fasteignagjalda saman við útgjöld íbúa nokkurra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Ljóst er að umtalsverðu munar í kostnaði fasteignaeigenda eftir búsetu. Lægst eru gjöldin á Seltjarnarnesi en hæst á Akranesi þar sem munað getur 230% svo dæmi sé tekið af 42 milljón króna eign samkvæmt fasteignamati.

Á vefsvæði Seltjarnarness er að finna fasteignagjaldareiknivél sem gerir íbúum kleift að bera saman fasteignagjöld nokkurra sveitarfélaga. Reiknivélin hefur nú verið uppfærð með nýjustu álagningartölum miðað við árið 2007.

Reiknivélin er á síðu fjárhags- og stjórnsýslusviðs bæjarins á slóðinni /svid-og-deildir/fjarhagssvid/reiknivelar/.Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: