Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Bæjarstjórn ósátt við tillögu stjórnar Strætó um nýja kostnaðarskiptingu

21.2.2007

Stjórn Strætó bs. samþykkti nýlega breytingu á kostnaðarskiptingu aðildarsveitarfélaga byggðasamlagsins á rekstri félagsins. Bæjarstjórn Seltjarnarness er ósátt við breytinguna og telur að tillagan stangist á við ákvæði eigendasamkomulags samlagsins frá 7. maí 2001.

Í samkomulaginu segir meðal annars að við það skuli miðað að upptaka nýrrar kostnaðarskiptareglu leiði ekki til breytingar á kostnaðarhlutföllum milli eigenda frá því sem ákveðið hafi verið, nema jafnframt verði samsvarandi breyting á þjónustu gagnvart einstökum sveitarfélögum, breytingum á tengiakstri milli sveitarfélaga eða þau semji sérstaklega um annað.

Tillaga stjórnar Strætó bs. felur í sér tæplega 90% hækkun á rekstrarframlagi Seltjarnarnesbæjar þykir því ekki endurspegla eðlilega breytingu á þjónustustigi Strætó bs. gagnvart Seltjarnarnesbæ.

Að mati bæjarstjórnar hefur þjónusta Strætó bs. við Seltirninga breyst óverulega frá gerð umrædds eigendasamkomulags og þá frekar til skerðingar ef eitthvað er. Auk þess hafi engar breytingar hafa orðið á tengiakstri við aðliggjandi sveitarfélag og íbúafjöldi Seltjarnarness hefur staðið í stað.

Það þykir einnig skjóta skökku við að tillaga stjórnar Strætó bs. geri meðal annars ráð fyrir því að kostnaðarhlutfall Kópavogs og Reykjavíkur lækki þrátt fyrir að íbúum umræddra sveitarfélaga hafi fjölgað um 20.000 á síðasta áratug og stór hverfi orðið til innan þeirra með tilheyrandi akstri og þjónustu af hálfu Strætó bs.

Auk þess hafi Seltjarnarnes samkvæmt stofnsamningi neitunarvald um hækkun eða breytingu á þjónustustigi að sem hafa mundi í för með sér bersýnilega ósanngjarnan útgjaldaauka umfram aðra og frá því sem nú er.

Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að fara yfir málið á grundvelli samkomulags eigenda Strætó bs. og gera tillögu um hvaða leiðir eru færar til að efla eða bæta almenningssamgöngur gagnvart íbúum sveitarfélagsins.

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: