Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Bókagjöf til barna sem koma í þriggja og hálfs árs skoðun á Heilsugæslu Seltjarnarness

28.2.2007

Börn við lesturSeltjarnarnesbær, Mosfellsbær og Reykjavík hafa í samstarfi við bókasöfn viðkomandi sveitarfélaga styrkt bókagjöf til allra barna sem koma í þriggja og hálfs árs skoðun á heilsugæslustöðvarnar.

Börnunum á Seltjarnarnesi er boðið í heimsókn í bókasafn bæjarins en þar fá þau að gjöf bókina „Stafrófskver“ eftir Sigrúnu og Þórarin Eldjárn. Hún hefur verið ófáanleg um langt skeið en var sérstaklega endurútgefin af þessu tilefni.

Stafrófskverið vekur áhuga barna á stöfunum með rími og leik og hver stafur í stafrófinu fær sitt kvæði. Þannig fær stafurinn á, svo dæmi sé tekið, þessa vísu:

                                               Ávaxta-Árni
                                               lagði árar í bát.
                                               Í ástum og ánni
                                               fer Árni með gát.Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: