Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Leikskólagjöld lækka á Seltjarnarnesi

6.3.2007

Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur að frumkvæði meirihlutans samþykkt umtalsverða breytingu á gjaldskrá leikskóla Seltjarnarness. Í breytingunum felst 10% lækkun á grunngjaldi, 50% hækkun systkinaafslátta auk um 30-60% hækkunar á framlögum til einkarekinna leikskóla. Breytingarnar taka gildi frá og með 1. apríl næst komandi.

LeikskólabörnGjald fyrir átta tíma vistun með fullu fæði verður eftir breytingu kr. 26.244 án afslátta. Systkinaafsláttur á leikskóla fer úr 25% í 50% fyrir annað barn og úr 50% í 100% fyrir þriðja barn. Á Seltjarnarnesi er systkinaafsláttur einnig veittur á milli skólastiga, það er leikskóla, grunnskóla og dagforeldra og fer hann í því tilfelli úr 25% í 50% fyrir systkini. Afslátturinn gildir einnig vegna systkina hjá dagforeldrum þannig að niðurgreiðslur til þeirra hækka í samræmi við breytingarnar. Framlög til einkarekinna leikskóla hækka á bilinu 30-40% eftir hjúskaparstöðu og verða eftir breytingu kr. 53.100 með barni hjóna eða sambýlisfólks og kr. 62.400 með barni einstæðra foreldra.

Seltjarnarnes er fjölskylduvænt sveitarfélag sem leggur áherslu á góða þjónustu við íbúa eins og sjá má meðal annars í nýlega samþykktum fjölskyldu- og skólastefnum bæjarins. Útgjöld fjölskyldna þar sem mörg börn eru á skólaaldri geta verið umtalsverð ef viðkomandi nýta þjónustuna að verulegu leyti. Þessi breyting mun bæta afkomu barnafjölskyldna á Seltjarnarnesi og ekki síst koma barnmörgum fjölskyldum til góða. Hún mun einnig stuðla að því að börn af Seltjarnarnesi eigi greiða leið í einkarekna leikskóla sem eykur valfrelsi Seltirninga og bætir þjónustu við íbúa.

Sjá Gjaldskrá leikskóla Seltjarnarness (1. apríl 2007) og
Niðurgreiðslur til einkarekinna leikskóla (1 apríl 2007)

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: