Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Hreinsunarvika 28. apríl - 5. maí.

17.4.2007

Ákveðið hefur verið að útvíkka hinn árvissa hreinunardag á Seltjarnarnesi. Nú stendur átakið frá laugardeginum 28. apríl til laugardagsins 5. maí.

Þessa viku leggja starfmenn áhaldahúss garðeigendum lið og fjarlægja garðaúrgang sem settu hefur verið út fyrir lóðarmörk.

Umhvefisnefnd biður garðeigendur að hafa eftirfarandi í huga:

  • Setja garðúrgang í poka.
  • Ekki blanda við hann lausum jarðvegi og öðru rusli.
  • Ágætt er að binda greinaafklippur í knippi.

Vakin er sérstök athygli á að ekki verða fjarlægð stór tré eða trástofnar. Eingöngu verður fjarlægður garðúrgangur. Þeir sem þurfa að losa sig við annað rusl eða muni er bent á endurvinnslustöðvar Sorpu.

Umhverfisnefnd Seltjarnarness býður bæjarbúum í morgunkaffi á Eiðitorgi við upphaf átaksins kl. 10:00 – 12:00 laugardaginn 28. apríl.

Við það tækifæri verður einnig til sýnis og kynningar græna tunnan frá Gámaþjónustunni sem í á að setja blaðaúrgang, fernur, pappa og fleira.

Göngum hreint til verks.

Seltjarnarnes

Umhverfisnefnd Seltjarnarness.Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: