Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Myndlistasýning í Bókasafni Seltjarnarness.

18.4.2007


Myndlistaskolinn Myndlistaskolinn1

Myndlistasýningin er sett upp í tilefni af 60 ára afmæli
Myndlistaskólans í Reykjavík og er hluti af sýningum,
sem settar hafa verið upp á fleiri stöðum auk
Bókasafns Seltjarnarness:
Borgarbókasafni,
Hoffmannsgallerý
Hringbraut 121 R.,
Gallerí 100° sal Orkuveitunnar Bæjarhálsi og
Þjóðminjasafni Íslands.

Sýningin í Bókasafni Seltjarnarness heitir:
Litaduft: eggtempera / vatnslitur. Samsýnig á verkum
nemenda haldin í Bókasafni Seltjarnarness, Eiðistorgi,
Á sýningunni eru verk eftir bæði ung börn og fullorðna.

Verkefni fyrir börn
:
Leikskólinn Dvergasteinn: Leiktjöld fyrir vorið.
Börnin skoðuðu pottablómin í skólanum þegar sól hækkaði
á lofti og athuguðu hvort þau væru að vakna eftir vetrurinn.
Blöðum var strokið með bleyttri bómull. Börnin fengu svo
vatnslitapappír og bleyttu með bómullinni og vatnslitum.
Útkoman varð eins og leiktjöld. Síðan sviðsettu börnin
alls kyns ævintýri á pappahillum fyrir framan myndirnar.

Mynd1a

Leikskólinn Mánabrekka: Lifandi litir.
Með hverju var litað í gamla daga þegar ekki var hægt
að kaupa liti í búðum? Er hægt að búa sjálfur til litina?
Börnum var leiðbeint með að búa til litabakka úr eggjarauðu,
matarolíu, rauðu karrý, íssósur og rauðrófusafa.
Börnin völdu sér síðan steinvölu og létu pensilinn ferðast
í kringum hana og notuðu vatnsliti ofan á heimatilbúnu litina.

Mynd6a

Verkefni fyrir fullorðna:
Markmiðin með náminu í tveimur námskeiðum voru:
annars vegar að nemendur þjálfist í meðferð á litadufti
og skoði þróun málverksins frá kúbisma til Bauhaus
og hins vegar að nemendur þjálfist í meðferð vatnslita
og skoði þróun myndlistar og var gefinn gaumur af
handritum þjóðarinnar og þróun myndlistar með tilliti
til handrita og handritalýsinga

Mynd5Sýningin í Bókasafni Seltjarnarness er opin á sama tíma
og bókasafnið, þ.e.: 10:00 til 19:00 mánudaga - föstudaga
og 11:00 til 14:00 á laugardögum.
Sýningin stendur til 7. maí.

Verið velkomin á sýninguna!

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: