Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Nýir aðstoðarskólastjórar ráðnir til starfa

16.5.2007

Gengið hefur verið frá ráðningu nýrra aðstoðarskólastjóra Grunnskóla Seltjarnarness en núverandi aðstoðarskólastjórar, þeir Gísli Ellerup og Marteinn M. Jóhannsson, láta af störfum í vor eftir áratuga farsælt starf. Nýir aðstoðarskólastjórar verða þau Baldur Pálsson og Ólína Thoroddsen sem metin voru hæfust umsækjenda af ráðningarþjónustu Capacent.

Baldur er með BEd gráðu frá Volda Lærerhögskole í Oslo og lagði stund á rekstrarfræðinám við Bedriftsökonomisk Institut í sömu borg. Hann lýkur diplomanámi í stjórnun við KHÍ í sumar. Baldur hefur meðal annars starfað í Norges Bank og verið aðstoðarskólastjóri Smáraskóla í Kópavogi. Ólína er með BEd gráðu frá KHÍ og líkur diplomanámi í stjórnun frá sama skóla í sumar. Hún hefur starfað við Grunnskóla Seltjarnarness síðan 1980, bæði við kennslu, deildarstjórn, stigsstjórn og sem aðstoðarskólastjóri.

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: