Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Breytingar á gjaldskrá og reglum Skólaskjóls

21.5.2007

Skólanefnd hefur samþykkt breytingar á reglum um Skólaskjól Grunnskóla Seltjarnarness. Skólaskjólið er dagvist fyrir nemendur í yngstu bekkjum eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur og greiða foreldrar fyrir dvölina þar. Undanfarin ár hefur nemendur 1.-3. bekkjar staðið þjónustan til boða en frá og með næsta hausti mun Skjólið einnig ætlað 4. bekkingum. Jafnframt eru gerðar breytingar á gjaldskrá og hún einfölduð.

Undanfarið hefur gjald verið innheimt á grundvelli nýttra klukkustunda sem hefur haft nokkurt óhagræði í för með sér. Frá og með haustinu verður dvalartíma skipt í þrjá flokka, að 20 stundum á mánuði, að 40 stundum á mánuði og yfir 40 stundir á mánuði. Gjald fyrir 20 stundir verður kl. 5.590, fyrir 40 stundir kr. 8.590 og fyrir meira en 40 stundir kr. 12.590. Gjald vegna valfrjálsrar síðdegishressingar verður einnig í þremur flokkum.

Breytingin tekur gildi frá og með skólaárinu 2007/2008.Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: