Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Ný erindisbréf fastanefnda

31.5.2007

Bæjarstjórn samþykkti nýlega drög að uppfærðum erindisbréfum eftirfarandi fastanefnda Seltjarnarness; jafnréttisnefndar, íþrótta- og tómstundaráðs, menningarnefndar, fjárhags- og launanefndar, félagsmálasviðs, skipulags- og mannvirkjanefndar, skólanefndar og umhverfisnefndar.

Nýju erindisbréfin hafa verið í vinnslu um nokkurra ára skeið en þeim er ætlað að skýra betur starfsemi nefndanna, samræmingu verkefna þeirra og aðlögun að upplýsinga- og stjórnsýslulögum.

Þar koma fram upplýsingar eins og hverjir eru starfsmenn nefndanna, hver eru meginhlutverk nefndanna og hvaða leiðir skulu farnar til að vinna að stefnu bæjarstjórnar í viðkomandi málaflokki.

Þá er einnig greint frá fundum og starfsháttum og tiltekið hvenær nefndarmaður er vanhæfur til ákvarðanatöku eða atkvæðagreiðslu skv. Stjórnsýslulögum nr. 37/1993.Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: