Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Grunnskóli Seltjarnarness leiðtogaskóli í umferðarfræðslu á höfuðborgarsvæðinu

Samstarfssamningur Umferðarstofu og Grunnskóla Seltjarnarness var undirritaður sl. þriðjudag.

28.6.2007

IMG_2805
Sigfús Grétarsson skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness og Karl Ragnars forstjóri Umferðarstofu, undirrituðu samstarfssamning sl. þriðjudag að viðstöddum Kristjáni Möller samgönguráðherra. Undirritunin fór fram utandyra við bæjarmörk Seltjarnarness við Norðurströnd. Þar hafði verið stilltu upp barnahjóli á milli tveggja hjólbarða til að sýna fram á hve börnin eru smá í umferð hinna fullorðnu.

Með samstarfssamningunum tekur Grunnskóli Seltjarnarness að sér að vera leiðtogaskóli í umferðarfræðslu grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Verkefnið er liður í umferðaröryggisáætlun stjórnvalda.

Frá því að grunnskólinn fluttist til sveitarfélaga hefur umferðarfræðsla í grunnskólum landsins ekki verið í nægilega föstum skorðum. Í umferðaröryggisáætlun er fyrirhugað að efla þá fræðslu til muna með því að gera hana að föstum lið í námskrá leikskóla og grunnskóla og jafnvel að koma á samþættingu umferðarfræðslu inn í framhaldskóla.


Markmið fræðslunnar er að:
1.  koma umferðarfræðslu inn í skólanámskrár allra grunnskóla
2.      halda námskeið í umferðarfræðslu fyrir grunnskólakennara í grunnskólum landsins þeim að kostnaðarlausu
3.      vera öðrum grunnskólum í landinu til fyrirmyndar til ráðgjafar á sviði umferðarfræðslu
4.      efla námsefnisgerð í umferðarfræðslu og stuðla að þróun náms- og fræðsluvefs um umferðarmál.

Grundaskóli á Akranesi er móðurskóli í umferðarfræðslu á Íslandi. Leiðtogaskólar eru nú þegar þrír, hver í sínum landsfjórðungi, þ.e. Brekkuskóli á Akureyri, Grunnskóli Reyðarfjarðar og Flóaskóli í Villingaholtshreppi. Með undirrituninni bætist Grunnskóli Seltjarnarness við þennan hóp sem leiðir umferðarfræðslu í grunnskólum landsins undir stjórn Umferðarstofu.


Er Grunnskóla Seltjarnarness mikill heiður í að vera fyrirmynd og leiðtogi annarra skóla á höfuðborgarsvæðinu í umferðarfræðslu.


Ljósmynd tók: Ellen Calmon

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: