Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Rekstur bæjarins í traustum skorðum

15.10.2007

Endurskoðuð fjárhagsáætlun Seltjarnarness fyrir árið 2007 var samþykkt á fundi bæjarstjórnar nýlega. Niðurstöður endurskoðaðar fjárhagsáætlunar bera með sér að fjárhagsstjórn bæjarsjóðs er í traustum skorðum. Skatttekjur hækka um tæplega 75 milljónir frá áætlun en rekstrargjöld um ríflega 29 milljónir. Hagnaður aðalsjóðs er þannig um 270 milljónir en hagnaður A og B hluta rúmar 196 milljónir.

Útsvar á Seltjarnarnesi er það lægsta á höfuðborgarsvæðinu og kemur til með að lækka enn frekar á næsta ári þegar ákvörðun bæjarstjórnar um lækkun útsvarsprósentu í 12.10% kemur til framkvæmda. Álagningarhlutföll fasteignagjalda eru einnig ein þau lægstu á landinu og leitast er við að stilla þjónustugjöldum mjög í hóf.

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: