Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Íþróttahátíð leikskólabarnanna

2.11.2007

Hin árlega íþróttahátíð leikskólabarnanna var haldin í Íþróttahúsi Seltjarnarness föstudaginn 2. nóvember. Börnin í Mánabrekku og Sólbrekku nutu sín vel í hinum ýmsu tækjum sem finnast í íþróttasalnum .Þau klifruðu í rimlum, stukku yfir hestinn, hoppuðu á trambolini og flugu ofan í fimleikagryfjuna.

Íþróttahátíðin er fastur liður í dagskrá leikskólanna auk þess sem elstu leikskólabörnin hafa afnot af sal í Íþróttahúsinu einu sinni í viku allan veturinn.

Íþróttahátíð leikskólabarna 2007

Íþróttahátíð leikskólabarna 2007

Íþróttahátíð leikskólabarna 2007

Íþróttahátíð leikskólabarna 2007Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: