Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Fræðslufundur Jafnréttisnefndar Seltjarnarness

9.11.2007

Ingólfur V. GíslasonJafnréttisnefnd Seltjarnarness hélt fræðslufund um jafnréttismál fyrir starfsmenn Seltjarnarnesbæjar þann 7. nóvember s.l. Ingólfur V. Gíslason sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu flutti erindi sem nefnist: Ég gerði honum ljóst að ég væri ekki ánægð - þróun kynjasamskipta á Íslandi.”

Fundurinn var í Gróttusalnum og mættu um 50 manns. Boðið var upp á léttan hádegisverð og eftir fyrirlesturinn voru umræður og fyrirspurnir. Fræðsla um jafnréttismál er meðal verkefna jafnréttisnefndar og var þessi fundur liður í því.

Jafnréttisfund var með annan fund þann 14. nóvember um sama efni fyrir þá starfsmenn sem ekki komust á fyrri fundinn. Mættu um 40 manns á hann. Alls hafa því um 90 manns sótt þessa fræðslufundi sem telst góð þátttaka og vísbending um áhuga á jafnréttismálumSenda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: