Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Fríar heimatengingar fyrir kennara á Seltjarnarnesi

16.11.2007

Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur ákveðið að starfsfólki er sinnir kennslu í skólastofnunum Seltjarnarness, það er kennurum og ófaglærðu starfsfólki leik-, grunn- og tónlistarskóla í 75% stöðuhlutfalli eða meira standi til boða háhraða nettenging til tölvuvinnu heima fyrir, þeim að kostnaðarlausu.

Notkun tölva í hvers kyns skólastarfi hefur vaxið gríðarlega undanfarin ár og kennarar vinna gjarnan að undirbúningi kennslu á tölvu. Ljóst er að veraldarvefurinn og tölvupóstsendingar skipa sífellt stærri sess í faglegu starfi, námi, kennslu og samskiptum heimila og skóla.

Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur um árabil lagt ríka áherslu á nýtingu upplýsingatækni í skólastarfi í þeim tilgangi hefur tölvum verið fjölgað í skólastofum og tölvuverum, skjávarpar og smarttöflur eru nú staðalbúnaður í skólastofum, þá hafa allir grunnskólakennarar m.a. fengið fartölvur til umráða.

Markmið þessara aðgerða hefur verið og auðvelda kennurum faglega vinnu heima og að heiman og að búa betur að tækjakosti starfsfólks Seltjarnarness.

Segja má að tillagan feli einnig í sér ávinning fyrir það starfsfólk sem hingað til hefur greitt fyrir slíkar tengingar sjálft og mun vonandi hjálpa til við að laða áfram hæft fólk til starfa hjá bæjarfélaginu. Markmið aðgerðarinnar er einnig að auka sveigjanleika í vinnutíma og möguleika á að vinna heima fyrir, sé hægt að koma því við.

Aukin tölvunotkun og betra aðgengi að internetinu er jafnframt ætlað að draga úr pappírsnotkun og vera því umhverfisvænni lausn þegar til lengri tíma er litið og í anda Staðardagskrár 21. Þá hljóta millistjórnendur hjá bænum einnig fría heimatengingu samkvæmt samþykktinni.Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: