Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Mánabrekka verður heimaskóli Kennaraskóla Íslands

20.11.2007

Fimmtudaginn 8. nóvember var undirritaður samningur til þriggja ára milli Kennaraháskóla Íslands og Mánabrekku. Samningurinn felur m.a í sér að leikskólinn Mánabrekka veitir allt að tveimur nemum í B.Ed. – námi við KHÍ aðgang að skólanum til að vinna þar þau verkefni sem tengjast vettvangi.

Heimaskóli 2Þess er vænst að tengsl samstarfsskóla og Kennaraháskóla Íslands skapi möguleika á samstarfi á breiðari grunni til dæmis um kennslu faggreina, samstarf um þróunarverkefni eða rannsóknir. Báðir aðilar eru opnir fyrir að þróa slíkt samstarf samkvæmt samkomulegi hverju sinni.

Með þessu hefur leikskólinn Mánabrekka tekið að sér að vera heimaskóli kennaranema við KHÍ, allan námstímann þeirra. Heimaskólar veita ákveðnum fjölda nema aðgang að skólanum til að vinna þar þau verkefni sem tengjast vettvangi. Um getur verið að ræða æfingakennslu, kynnisheimsóknir, þátttöku í undirbúningi og framkvæmd kennslu, athuganir á skólastarfi og fleira.

Vegna breytinga á kennaranámi sem tóku gildi í haust er vettvangsnám nú meira og minna fléttað inn í öll námskeið, er ekki lengur í afmörkuðum tímabilum eins og var. Gildi vettvangsnáms er mikið í kennaranámi og áhrif fræða og starfsvettvangs eru gagnkvæm, reynsla kennaranemans af starfsvettvangi mótar þá ímynd sem hann hefur af sjálfum sér sem kennara sem aftur hefur áhrif á hvernig hann iðkar fræðin.

Markmiðið með þessu nýja fyrirkomulagi er að gefa kennaranemum tækifæri til að kynnast vel öllum þáttum skólastarfsins.  Jafnframt á fyrirkomulagið að leiða til aukinna gæða bæði í kennaramenntun og í starfi leik- og grunnskólakennara í framtíðinni. Hvorugur getur án hins verið, háskóli og starfsvettvangur eiga sameiginlega hagsmuni og deila ábyrgð þ.a.l.er mikið samstarf nauðsynlegt. 
 
Heimaskóli 1Samstarfið er fyrsta skrefið í að þróa frekari tengsl Kennaraháskólans og grunn- og leikskóla hér á landi, sem báðir hafa hag af. Reynslan mun leiða í ljós hvert þessi tengsl þróast, gæti til dæmis verið í kringum rannsóknir, þróunarverkefni eða samstarf um kennslu í faggrein.

Æskilegt er að heimaskólar hafi með sér samstarf til þess að reynsla kennaranema verði ekki of einhæf og að þeir geti kynnst fleiri skólum á námstímanum. Stefnt er að því að allir nemendur Kennaraháskóla Íslands hafi fengið heimaskóla á næstu tveimur árum og fái tækifæri til að læra af þeim bestu.Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: