Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Mikil ánægja með leikskóla Seltjarnarnesbæjar

27.11.2007

Börn í SóbrekkuRafræn foreldrakönnun, sem gerð var í leikskólum Seltjarnarnesbæjar nýlega skilaði mjög ánægjulegum niðurstöðum. Þátttaka í könnuninni var mjög góð og var það nær samdóma álit foreldra að börnunum líði mjög vel í leikskólunum.

Börn í MánabrekkuRúmlega 90% þeirra sem tóku afstöðu sögðust vera mjög ánægð eða frekar ánægð með leikskóla barna sinna. Athygli vakti að meirihluti foreldra skoðar heimasíður leikskólanna og fylgist þannig vel með því sem er að gerast í skólunum hverju sinni.

Markmiðið með könnunin var að gera góða leikskóla enn betri og munu stjórnendur og starfsfólk skólanna leitast við að gera enn betur og koma til móts við óskir foreldra um innra starf skólanna.Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: