Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Greiðslur vegna frístundakorta hefjast í byrjun árs

17.12.2007

Sýning á EiðistorgiÖllum börnum og ungmennum á aldrinum 6-18 ára á Seltjarnarnesi hefur frá og með haustinu staðið til boða 25 þúsund króna tómstundastyrkur til niðurgreiðslu á gjöldum í skipulögðu íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi. Styrkirnir eru greiddir eftir á og því verða fyrstu greiðslurnar vegna þeirra greiddar út í byrjun janúar.

Meginmarkmið tómstundastyrkjanna er að öll börn og ungmenni á Seltjarnarnesi geti tekið þátt í uppbyggilegu frístundastarfi, óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum.

Með tómstundastyrkjunum er einnig stuðlað að valfrelsi, jafnrétti og fjölbreytni á sviði íþrótta- og æskulýðsmála. Vonast er til að frístundakortin komi til með að auka þátttöku í skipulögðu íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfi og verði hvati fyrir þau börn sem ekki hafa tekið þátt í slíku starfi, að nýta tómstundastyrkina sína til að taka þátt.

Sjá nánar auglýsingu: Skil á umsóknum um tómstundastyrki fyrir 31. desember 2007

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: