Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Frítt í sund og sundleikfimi fyrir eldri borgara og ódýrast í sund fyrir almenning á Seltjarnarnesi

Lengdur opnunartími Sundlaugar Seltjarnarness

4.2.2008

Eldra fólk á Seltjarnarnesi nýtur ókeypis aðgengis að Sundlaug Seltjarnanes á grundvelli fjölskyldustefnu bæjarins. Fjölmargir eldri Seltirningar hafa nýtt sér þennan kost til heilsuræktar auk sundleikfiminnar sem jafnframt er eldra fólki að kostnaðarlausu.

Vaxandi eftirspurn virðist vera eftir þjónustunni eftir metnaðarfullar breytingar á sundlauginni en framkvæmdir við hana og nýopnaða heilsurækt World Class fela í sér möguleika til aukinna lífsgæða fyrir bæjarbúa.

Sundleikfimi iðkuð í Sundlaug Seltjarnarness

Samkvæmt neytendakönnun sem birtist í 24 stundum þann 10. janúar sl. segir að Sundlaug Seltjarnarness sé ein af tveimur sundlaugum með lægsta aðgangseyri á landsvísu, en það munar allt að 32% á hæsta og lægsta aðgangseyri.

Í kjölfar opnunar heilsuræktar World Class á Seltjarnarnesi mun opnunartími Sundlaugar Seltjarnarness lengjast en náin samvinna verður um þjónustu stöðvarinnar og Sundlaugar Seltjarnarness. Breyttur opnunartími sundlaugarinnar er því sem hér segir:

Mánudaga til föstudaga: kl. 06:30 – 22:00

Laugardaga og sunnudaga: kl. 08:00-20:00

Vonast bæjarstjórn til að breyting þessi verði bæjarbúum, ekki síst eldri borgurum, hvatning til að stunda sundíþróttina og njóta þeirrar heilsubótar sem felst í sundlaugaferðumSenda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: