Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Seltirningar reikna út ábata af lægri fasteignagjöldum

18.2.2008

Seltirningar geta borið útgjöld sín vegna fasteignagjalda saman við útgjöld íbúa nokkurra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Ljóst er að umtalsverðu munar í kostnaði fasteignaeigenda eftir búsetu.

Útsvar á Seltjarnarnesi hefur lækkaði úr 12,35% í 12,10% en í nágrannasveitarfélögunum er útsvarið umtalsvert hærra, eða allt 13,03%. Sömuleiðis lækkar álagningarstuðull fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði og vatnsskattur.

Eftir ofangreinda breytingu verða allir gjaldastuðlar fasteignagjalda auk útsvars þeir lægstu á höfuðborgarsvæðinu sem í senn endurpeglar sterka fjárhagsstöðu Seltjarnarnesbæjar og vilja bæjaryfirvalda til að láta skattgreiðendur njóta traustrar stöðu og hagfellds rekstrar bæjarsjóðs með lækkun gjalda.

Á vefsvæði Seltjarnarness er að finna fasteignagjaldareiknivél sem gerir íbúum kleift að bera saman fasteignagjöld nokkurra sveitarfélaga. Reiknivélin hefur nú verið uppfærð með nýjustu álagningartölum miðað við árið 2008. Reiknivélin er á síðu fjárhags- og stjórnsýslusviðs bæjarins á slóðinni /svid-og-deildir/fjarhagssvid/reiknivelar/.Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: