Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Stefna og framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar kjörtímabilið 2006-2010.

5.3.2008

Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur samþykkt stefnu og framkvæmdaáætlun barnaverndar á kjörtímabilinu. Félagsmálaráð Seltjarnarness fer með verkefni barnaverndarnefndar og vann áætlunina ásamt starfsmönnum. Barnaverndarlögin kveða á um að sveitarfélög marki sér stefnu og geri sér framkvæmdaáætlun um barnaverndarstarf.

Stefnumótunin á að stuðla að skýrri framtíðarsýn meginþátta í starfsemi barnaverndar og auka gæði barnaverndarstarfs. Með því  er stuðlað að samfélagi þar sem börn eiga rétt á vernd, umönnun og njóti réttinda sem er í samræmi við aldur og þroska. Áætluninni er ætlað að stuðla að vönduðum vinnubrögðum og markvissu og árangursríku barnaverndarstarfi.

Meðal helstu áhersluatriða eru:

  • barnavernd verði gerð sýnilegri
  • barnafjölskyldur sem þurfa aðstoð séu styrktar í uppeldishlutverki sínu.
  • hagsmunir barns séu í fyrirrúmi og að ákvörðunartaka sé fagleg, vel ígrunduð og miðist við það sem barni er fyrir bestu.
  • Seltjarnarnesbær sjái börnum fyrir þroskavænlegum uppeldisskilyrðum í leik og starfi.
  • gott aðgengi sé að starfsmönnum barnaverndar og stuttur eða engin biðtími eftir viðtölum.

Til að ná markmiðum og áherslum í stefnunni á að auka vægi barnaverndarstarfs m. a. með aukinni fræðslu varðandi barnavernd, uppeldi og forvarnir. Félags- og unglingaráðgjafi hefur viðveru innan grunnskólans, til þess að taka strax á málefnum nemenda á unglingastigi. Lögð er áhersla á að gripið sé með eins skjótum hætti og mögulegt er inn í mál fjölskyldna sem eiga í vanda. Þróaðar verði nýjar leiðir í barnaverndarstarfi. Starfsmönnum verði gert kleyft að sækja í auknum mæli fræðslu, námskeið og símenntun.

Stefna og framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar kjörtímabilið 2006-2010.Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: