Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Kennsla 5 ára barna áfram í leikskólum á Seltjarnarnesi

Samvinna við Grunnskóla Seltjarnarness verður efld

18.3.2008

Nokkur umræða hefur verið að undanförnu um kennslu 5 ára barna í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu. Bæjaryfirvöld á Seltjarnarnesi hafa ígrundað þessi mál og var haustið 2006 skipaður vinnuhópur er skilaði álitsgerð um kosti og galla þess að stofna fimm ára deild við Grunnskóla Seltjarnarness.

Málaðar hendurNiðurstaða vinnuhópsins var að halda skuli kennslu 5 ára barna inn á leikskólastiginu og leggja áherslu á að efla enn frekar samvinnu grunnskóla og leikskólastigsins með samfellu á milli skólastiga. Nú þegar er töluvert samstarf á milli skólastiga m.a. með heimsóknum á milli skólanna, leikskólabörn sem eru að hefja skólagöngu heimsækja grunnskólann og sömuleiðis börn í 1. bekk grunnskóla koma og heimsækja leikskóla eftir að grunnskólagangan hefst. Einnig er samstarf um námsefni þannig að kennsla er samræmd á þann hátt að farið er yfir fyrri hluta námsefnis í leikskóla og seinni hluta í skóla svo dæmi sé tekið.

daglegt líf í leikskólaHelstu rökin fyrir því að halda 5 ára kennslu inn í leikskólum er að umhverfið sem barnið er í er aðlaðandi fyrir börn og að dagur barnanna er heill og óskiptur í því umhverfi. Heilsdagsvistun er fyrir hendi nú þegar í leikskólum, en reikna má með því að foreldrar myndu óska eftir óbreyttum vistunartíma fyrir börn þó svo að 5 ára kennsla færðist í grunnskólann. Umhverfi grunnskóla er mun stærra og erfiðara fyrir 5 ára börn en verndað leiksvæði innan leikskóla og er það mat hópsins að æskilegra sé að börn fái notið sín í því umhverfi leikskólans sem lengst. Einnig má hafa í huga að börn eru aðeins 4 ár í leikskóla en 10 ár í grunnskóla!

Til að ná því markmiði að kennsla 5 ára barna í leikskólunum verði efld var gerð sambærileg námskrá fyrir báða leikskólana - að því marki að þar sé farið yfir sömu hluti þó leikskólarnir haldi sínum sérkennum engu að síður. Í námskránum er unnið markvisst að kennslu í gegnum leik og áhersla lögð á fjölmarga þætti sem haldið er áfram með þegar í grunnskóla kemur.Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: