Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Fjöldi gesta í bókmenntastemmningu í Sundlaug Seltjarnarness

Lesið í lauginni var um helgina

29.4.2008

Lesið í lauginni var bókmenntaviðburður sem haldinn var í Sundlaug Seltjarnarness og World Class á laugardaginn var. Viðburðurinn var samstarfsverkefni Seltjarnarnesbæjar, Forlagsins og World Class í tilefni af alþjóðlegum degi bókarinnar.

Lesið í lauginniLesið var upp úr bókum sem Forlagið hefur gefið út og var boðið upp margan gullmolann. Höfundarnir Gerður Kristný, Hrund Þórsdóttir, Sigurður Pálsson og Þórarinn Eldjárn heiðruð sundlaugargesti með upplestri.

Þá flutu ljóð og sögur eftir ýmsa höfunda um laugar og potta. Bók Hugleiks Dagssonar Kaupið okkur prýddi veggi búningsklefa World Class, þá var boðið upp á bækur til lestrar í baðstofu World Class. Ölgerðin svalaði þorsta stórra sem smárra og Dreifing bauð upp á munnbita.

Aðsókn á sundlaugarsvæðið og í World Class var gríðarlega góð og stemmning hin besta. Aðstandendur viðburðarins þakka öllum gestum og þátttakendum fyrir góðar undirtektir.Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: