Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Árlegur Gróttudagur var haldinn sunnudaginn 20. apríl

Fjöldi gesta sjaldan verið meiri

30.4.2008

Fjölmenni á GróttudegiGróttudagurinn var haldinn hátíðlegur eins og venja er í byrjun sumars eða 20. apríl sl. Kvenfélagið Seltjörn bauð upp á ljúffengar vöfflur og kaffi.

Fjöldi gesta hefur sjaldan verið meiri en áætlað er að yfir 1000 manns hafi heimsótta eynna og litið útsýnið augum úr vitanum. Leiklistarfélag Seltjarnarness bauð upp á dagskrá þar sem saga Gróttu var rifjuð upp og spilað var viðtal við innfæddan Seltirning, þá var spilað á sög og harmonikku og sungið.

Börn voru að leik í fjörunni og margir fóru heim með fjörugóss í vösum, einhverjir sveifluðu prikum og hlupu í kringum vitann.

Björgunarsveitin Ársæll var í viðbragðsstöðu og keyrði þá sem ekki treystu sér að ganga út í eynna.Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: