Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Nýr skólastjóri Grunnskóla Seltjarnaness

15.5.2008

Guðlauglar SturlaugsdóttirBæjarstjórn Seltjarnarness staðfesti á fundi sínum í gær ráðningu Guðlaugar Sturlaugsdóttur í stöðu skólastjóra Grunnskóla Seltjarnarness frá og með næsta skólaári.

Guðlaug er fráfarandi skólastjóri Ingunnarskóla í Grafarholti og hefur stjórnað honum frá upphafi. Þar áður var hún meðal annars skólastjóri á Hellissandi auk þess að hafa kennt í fjölmörgum skólum bæði í Reykjavík sem á landsbyggðinni.

Guðlaug hefur unnið mikið frumkvöðlastarf í Ingunnarskóla en skólinn var sá fyrsti á Íslandi sem sérstaklega var byggður utan um hugmyndafræðina um einstaklingsmiðað nám.

Alls sóttu 8 um starf skólastjóra Grunnskóla Seltjarnarness.Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: