Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Endurskoðuð jafnréttisáætlun og nýtt merki jafnréttisnefndar.

26.5.2008

Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkti endurskoðaða jafnréttisáætlun fyrir Seltjarnarnes á fundi sínum þann 23. apríl s.l. Jafnréttisnefnd vann áætlunina og vísaði henni til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Þetta er þriðja jafnréttisáætlun bæjarfélagins en sú fyrsta var samþykkt í bæjarstjórn Seltjarnarness 13. desember 2000.

Meðal nýrra atriða í þessari áætlun eru tilmæli til stjórnenda bæjarfélagins að sjá til þess að ná fram markmiðum áætlunarinnar og að stuðla að auknu jafnrétti kynjanna í allri starfsemi bæjarfélagsins.

Aukin áhersla er lögð á sem jafnasta skipan kynjanna í nefndir, ráð og stjórnir hjá Seltjarnarnesbæ. Vakin er athygli á kynbundinni áreitni og kynferðislegri áreitni og ábyrgð allra aðila gagnvart slíku athæfi. Huga skal sérstaklega að kynjasamþættingu við alla stefnumótun og áætlanagerð í skóla, uppeldis, íþrótta- og tómstundastarfi.

Jafnréttisnefnd hefur einnig samþykkt að nota eftirfarandi logo sem merki nefndarinnar. Höfundur þess er Anna Kristín Jensdóttir nemandi í 10. bekk Valhúsaskóla. JafnréttisnefndSenda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: