Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Hverfagæsla Seltjarnarnesbæjar mælist vel fyrir

15.7.2008

oryggi

Aukin öryggistilfinning íbúa

Í nýlegri þjónustukönnun sem Capacent gerði fyrir Seltjarnarnesbæ kemur fram mikil ánægja með hverfagæslu sem bæjaryfirvöld höfðu frumkvæði að fyrir nokkrum misserum. Eftir að hverfagæslunni var komið á hefur ánægja íbúa sífellt aukist, og má nú segja nánast alla íbúa hlynnta hverfagæslunni. Að sama skapi hefur öryggistilfinning íbúa aukist og telja einungis 3% íbúa sig óörugga með tilliti til glæpa í hverfum þeirra.

Meginmarkmið hverfagæsluverkefnisins, sem hófst í október 2005, er að sporna gegn innbrotum og skemmdarverkum í bænum. Vel hefur tekist til með verkefnið, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hefur innbrotum á Seltjarnarnesi fækkað verulega eftir að hverfagæslunni var komið á. Hverfagæslan er hugsuð sem stuðningur bæjarfélagsins við störf lögreglunnar, en hún felst í því að bílar frá öryggisgæslufyrirtækinu aka um hverfi bæjarins eftir ákveðnu skipulagi og líta eftir eignum bæjarbúa. Bílarnir eru sérmerktir hverfagæslu og því fer ekki á milli mála hvert erindi þeirra er.

Nánari upplýsingar veitir Jónmundur Guðmarsson bæjarstjóri í síma 5959 100

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: