Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Þjóðhátíðardagur Íslendinga

Þjóðhátíðardagur Íslendinga fór fram með hefðbundnu sniði í blíðskapar veðri á Seltjarnarnesi. Skrúðganga með lúðrasveit Seltjarnarness í broddi fylkingar gekk frá Lindarbraut að Eiðistorgi þar sem há

2.7.2008

Þjóðhátíðardagur Íslendinga fór fram með hefðbundnu sniði í blíðskapar veðri á Seltjarnarnesi. Skrúðganga með lúðrasveit Seltjarnarness í broddi fylkingar gekk frá Lindarbraut að Eiðistorgi þar sem hátíðardagskrá fór fram. Mjög fjölmennt var í skrúðgöngunni enda veðrið gott, sól og blíða. Dagskráin hófst með því að formaður íþrótta-og tómstundaráðs Seltjarnarness, Lárus B. Lárusson setti hátíðina. Fjallkonan Hanna Guðný Ottósdóttir flutti ljóðið “Ísland”, eftir skáldið Jóhannes úr Kötlum. FjallkonanLinda Sif Þorláksdóttir kynnti síðan dagskrána sem var bæði fjölbreytt og skemmtileg. Börn úr 4. bekk í Mýrarhúsaskóla fluttu dans og söngatriði, Þórhildur Briem, Sverrir Arnar Friðþjófsson og Hörður Bjarkason fluttu atriði úr söngleiknum “Slappaðu af”.

Skoppa og Skrítla komu í heimsókn og trúðar frá Sirkusskóla Íslands sýndu frábært atriði. Lalli töframaður töfraði alla upp úr skónum og leikarar úr leikhópnum “Lotta” sýndu atriði úr Galdrakarlinum í OZ. Trúðar skemmtu síðan áhorfendum á torginu sem voru fjölmargir. Hoppukastalar, blöðrur, candy-floss o.fl. var svo á boðstólum fyrir börnin sem skemmtu sér hið besta á þessum degi.

Að lokinni dagskrá á Eiðistorgi var “Veislan” með kökuhlaðborð í félagsheimilinu fyrir bæjarbúa. Listahópur Seltjarnarness og hljómsveitin Naflakusk léku létt lög á meðan kaffisamsæti stóð.


Margrét Sigurðardóttir,

æskulýðsfulltrúi og forstöðurmaður

félagsmiðstöðvarinnar Selsins
Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: