Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Tónlistarskóli Seltjarnarness - í upphafi skólaárs

Skólagjöld, skólasetning og framkvæmdir

19.8.2008

TónlistarskólinnÍ upphafi skólaárs Tónlistarskóla Seltjarnarness ber að ýmsu að huga. Er foreldrum og forráðamönnum bent á að uppgjör vegna skólagjalda fyrir skólaárið 2008-2009 fer fram í skólanum dagana 21.,22. og 25. ágúst á milli kl. 11 og 15. Þá er einnig hægt að ganga frá greiðslu símleiðis í númeri 5959 235.

Skólasetning verður í Seltjarnarneskirkju þriðjudaginn 26. ágúst kl. 17:00 en kennsla hefst degi síðar, eða miðvikudaginn 27. ágúst.

Þá hafa átt sér stað þónokkrar framkvæmdir í æfingasal hljómsveita og standa þær enn yfir. Stefnt er að verklokum um miðjan september.Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: