Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Um 200 áhorfendur í íþróttamiðstöð Seltjarnarness sáu úrslitaviðureign Íslands og Frakklands í handknattleik á Ólympíuleikunum í Peking

Morgunverðarhlaðborð og rífandi stemmning

25.8.2008

Island_Frakkland_005

Íþrótta- og tómstundaráð Seltjarnarness bauð upp á beina útsendingu í gærmorgun, í íþróttamiðstöð Seltjarnarness í samvinnu við íþróttafélagið Gróttu, þegar íslenska landsliðið í handknattleik mætti því franska í úrslitaviðureign þjóðanna um fyrsta sætið á Ólympíuleikunum í Peking.

Island_Frakkland_001Spenntir áhorfendur streymdu inn þegar húsið opnaði rétt eftir klukkan 7 að morgni og gæddu sér á veitingum af glæsilegu morgunverðarhlaðborði. Leikurinn var sýndur á stóru tjaldi og öll flatskjáum í húsinu.

Mætingin var afar góð eða um 200 áhorfendur voru í íþróttahúsinu til að fylgjast með útsendingunni í beinni og styðja strákana okkar til sigurs! Mikil stemmning var á meðan leiknum stóð, þrátt fyrir tap íslenska landsliðsins.


Island_Frakkland_015Gaman er að geta þess að Guðjón Valur Sigurðsson spilaði lengi með íþróttafélaginu Gróttu á yngri árum og má segja að ferill hans hafi tekið stórt stökk af Seltjarnarnesi í atvinnumennsku. Sama má segja um Alexander Peterson en hann hóf feril sinn á Íslandi
með Gróttu áður en hann lagði leið sína í atvinnumennskuna.

Íþrótta- og tómstundaráð Seltjarnarness óskar íslenska landsliðinu innilega til hamingju með silfrið á Ólympíuleikunum í Peking.

  Island_Frakkland_019  Island_Frakkland_029
Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: