Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Viðburðardagatal á vefsíðu Seltjarnarnesbæjar er öllum opin

15.9.2008

Nýlega hefur viðburðadagatal verið opnað á vefsíðu Seltjarnarnesbæjar www.seltjarnarnes.is Viðburðardagatalið er opið öllum þeim sem vilja koma upplýsingum um viðburði sem viðkoma Seltjarnarnesbæ eða Seltirningum.

Eru skólar og stofnanir bæjarins sérstaklega hvött til að nýta viðburðardagatalið til að koma á framfæri upplýsingum til bæjarbúa. Þá eru aðrir s.s. íþróttafélag og ballettskólar sem telja sig geta nýtt dagatalið hvattir til þess sama.

Viðburðadagatalið er ætlað til þess að auðvelda skólum, stofnunum og fyrirtækjum bæjarins til að koma upplýsingum á framfæri við bæjarbúa. Þar ætti að vera hægt að lesa sig til um t.d. skólasetningar, skólatónleika, danssýningar, íþróttaviðburði og menningartengdar uppákomur. Allar upplýsingar er hægt að finna á vefsíðu bæjarins, þá má einnig hringja í þjónustuver Seltjarnarnesbæjar í síma 59 59 100.

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: